Event

28 Feb 2019
When:
Thu 28 February, 2019
Location
Sigtún 38
Reykjavik
Iceland
2019 events in Iceland
image
Alþjóðlegur dagur um sjaldgæfa
28 Feb 2019 Reykjavik
Iceland

Conference about Rare disease 28 February 2019 Sigtún 38, Reykjavik, Iceland
00354 6992661
Hosted by Einstok born -studningsfelag

Alþjóðlegur dagur um sjaldgæfa sjúkdóma er 28. febrúar. Einstök börn og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins standa fyrir málþingi í tilefni dagsins á Grand Hótel Reykjavík kl. 13:00 - 16:00.  Allir velkomnir, þátttaka ókeypis. 

Þema dagsins í ár er samþætting heilbrigðis- og félagsþjónustu (e. Bridging health and social care) en það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir einstaklinga með sjaldgæfa sjúkdóma. Á málþinginu verður fjallað um börn með sjaldgæfa sjúkdóma og fjölskyldur þeirra.

Aðal fyrirlesari málþingsins verður Birthe Byskov Holm. Hún er foreldri og á son með sjaldgæfan sjúkdóm. Birthe er lögfræðimenntuð, ein af stofnendum Sjæeldne Diagnoser félagsins í Danmörku og er starfandi formaður samtakanna. Birthe starfar einnig í stjórn evrópskra sjúklingasamtaka, European Alliance of Rare Disease - EURODIS.

Hér er tengill á alþjóðlega heimasíðu dagsins og hér er tengill á facebook viðburðinn.

Mikilvægt er að skrá þátttöku á málþingið - hér er hægt að skrá þátttöku.

Share this